Heimsendir
Stefán Þór Þorgeirsson
All episodes
Best episodes
Top 10 Heimsendir Episodes
Goodpods has curated a list of the 10 best Heimsendir episodes, ranked by the number of listens and likes each episode have garnered from our listeners. If you are listening to Heimsendir for the first time, there's no better place to start than with one of these standout episodes. If you are a fan of the show, vote for your favorite Heimsendir episode by adding your comments to the episode page.
10/04/24 • 60 min
Sykur vs. Sykurlaust? Aspartam eða aspas? Í þessum þætti skoðum við möguleg neikvæð áhrif gervisykurs og spurjum okkur hvort það sé ekki bara betra að borða venjulegan sykur í staðinn.
Þessi þáttur er í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Takk fyrir að hlusta!
#135 Framtíð Íslands
Heimsendir
10/17/24 • 13 min
Hlustið í heild á patreon.com/heimsendir
Björt framtíð? Mögulega. Í þessum þætti fjöllum við um framtíð íslenskrar náttúru og efnahags, fólksþróun, menningu og tungumál, listir og alþjóðamál. Er íslenskan á útleið? Verður stofnaður her á Íslandi? Munu jöklarnir bráðna? Þessar og fleiri verða í brennidepli.
07/05/22 • 70 min
Gestur þáttarins er Thelma Rún Heimisdóttir, leikari og framleiðandi í Tokyo. Við ræðum meðal annars leiklistarsenuna í Japan, tækifæri fyrir útlendinga sem og áskoranir þess að búa í stórborg. Lífið er list og borg hinna 37 milljón sála er okkar leiksvið.
Kæri hlustandi, einn tiny little greiði: taktu mynd af þér að hlusta á hlaðvarpið og taggaðu heimsendir_podcast á Instagram!
Takk fyrir það og takk fyrir að hlusta!
#46 Lífið í Tokyo - Er her í Japan?
Heimsendir
06/28/22 • 58 min
Er her í Japan? Já og nei. Skiptir það einhverju máli? Já, því sumir vilja meina að Austur-Asía sé að sigla ákveðinn ólgusjó þegar kemur að alþjóðasamskiptum. Það er Kína og Taíwan, Suður- og Norður-Kórea, Japan og Rússland og fleiri hlekkir í flókinni tengslakeðju sem einkennir heimshlutann. Önnur umræðuefni þáttarins eru af léttari toga; veiðiferðir í Japan, portúgölsk áhrif í tungumálinu og ramen-menning, svo eitthvað sé nefnt.
Kæri hlustandi, ef þú hefur gaman af Heimsendi þá máttu endilega segja fólki frá þáttunum. Þannig fáum við fleiri meðlimi í Heimsendafjölskylduna og það er alltaf stemning!
Obrigado.
06/21/22 • 69 min
Hafið er mikilvægt, það er bara þannig. Ísland og Japan eiga það sameiginlegt að vera þjóðir tengdar hafinu og auðlindum þess. Gestur þáttarins er Ingibjörg Björgvinsdóttir, doktorsnemi við Tokyo University of Marine Science and Technology. Við ræðum hafrannsóknir í Japan, tækifæri og ógnir, snertifleti landanna tveggja, og almennt um framtíð hafsins.
Kæri hlustandi, komdu í Facebook hópinn Heimsendir þar sem þú getur haft áhrif á þættina með þátttöku í skoðanakönnun.
Takk fyrir að hlusta, ævinlega!
06/14/22 • 60 min
Yakuza er hin japanska mafía og ég hef ekki orðið var við hana áður, fyrr en nú. Svo fór ég í japanskt leikhús og hóf rannsókn mína á því hvernig japanskt leikhús er frábrugðið vestrænu leikhúsi. Önnur umræðuefni þáttarins eru síðan eyjastefna Japans, japanska í bíómyndum, upphífingar bannaðar, og margt fleira.
Kæri hlustandi, ef þú hefur gaman af Heimsendi máttu endilega segja vinum eða fjölskyldumeðlimum frá þáttunum og jafnvel deila þeim á samfélagsmiðla!
Yoroshiku onegai shimasu!
06/07/22 • 47 min
Hvernig er að vera leikari í Japan? Hvernig verkefni eru í boði? Svarið er: alls konar, þar á meðal verkefni sem lífvörður/lyftuhnappur á Gucci viðburði. Í þessum þætti fjallar Stefán Þór um lífið í Tokyo og hvernig það er að vera íslendingur í stærstu borg heims. Meðal umræðupunkta eru; frægð í Japönsku sjónvarpi, forræðishyggja, lestarhljóð og enska með japönskum hreim.
Kæri hlustandi, vilt þú sjá mynd af lífverði Gucci? Kíktu þá á Instagram síðuna: heimsendir_podcast og njóttu vel!
Sayonara.
05/31/22 • 66 min
30% japana eru 65 ára og eldri. Hvað þýðir það nú? Er Japan rísandi sól eða hnignandi stórveldi? Í þessum þætti ræðum við Höskuldur Hrafn Guttormsson, viðskiptafræðingur í Tokyo, um fólksfækkun í Japan, fortíð þess og framtíð. Við ræðum um menninguna, siði og venjur, og hvernig það er að vera útlendingur í Japan.
Kæri hlustandi, komdu með á Instagram reikninginn heimsendir_podcast fyrir myndir og myndbönd frá Japan og víðar!
Mata ne.
#41 Heimsendir er kominn til Japan!
Heimsendir
05/24/22 • 49 min
THIS IS BIG! Heimsendir hefur flutt höfuðstöðvarnar til Tokyo, Japan. Í þessum þætti ræðir Stefán Þór við sjálfan sig um ferðina til Japan (með kött meðferðis), nýja hverfið og íbúðina, og almennt um mannlífið í Tokyo.
Kæri hlustandi, næstu þættir verða góð blanda af viðtölum við gesti, solo-session um lífið í Tokyo, og mögulega nokkrum handritsþáttum í stíl útvarpsleikhúss (enn í þróun).
Ég hlakka til að heyra í ykkur á Facebook hópnum Heimsendir!
Arigatou gozaimashita!
06/11/24 • 7 min
Þáttinn má nálgast í fullri lengd inná https://www.patreon.com/heimsendir
Ég er faðir án fæðingarorlofs. Það er brekka en hún er líka full af lærdómi. Í þessum þætti fjalla ég um vinnu, gigghagkerfið, uppeldi barna, fjármálin og fleira. Í lok þáttar er síðan Heimsendir vikunnar sem snýr að vendingum í Úkraínu.
Show more best episodes
Show more best episodes
FAQ
How many episodes does Heimsendir have?
Heimsendir currently has 138 episodes available.
What topics does Heimsendir cover?
The podcast is about Sci-Fi, Culture, Society & Culture, Japan, History, Geopolitics, Future, Podcasts and Technology.
What is the most popular episode on Heimsendir?
The episode title '#122 Fucked í Finnlandi (OPINN ÞÁTTUR)' is the most popular.
What is the average episode length on Heimsendir?
The average episode length on Heimsendir is 52 minutes.
How often are episodes of Heimsendir released?
Episodes of Heimsendir are typically released every 7 days.
When was the first episode of Heimsendir?
The first episode of Heimsendir was released on Jul 6, 2021.
Show more FAQ
Show more FAQ