Log in

goodpods headphones icon

To access all our features

Open the Goodpods app
Close icon
headphones
Álhatturinn

Álhatturinn

Álhatturinn

Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum.

bookmark
Share icon

All episodes

Best episodes

Top 10 Álhatturinn Episodes

Goodpods has curated a list of the 10 best Álhatturinn episodes, ranked by the number of listens and likes each episode have garnered from our listeners. If you are listening to Álhatturinn for the first time, there's no better place to start than with one of these standout episodes. If you are a fan of the show, vote for your favorite Álhatturinn episode by adding your comments to the episode page.

Í Október og Nóvember 2016 birtu Wikileaks fjölda tölvupósta úr persónulegu tölvupóstfangi John Podesta, kosningastjóra Hillary Clinton.
Fljótlega lagðist fólk, og þá kannski sérstaklega úr röðum andstæðinga Hillary, yfir tölvupóstana og hóf leit að einhverju bitasstæðu og krassandi sem mögulega mætti nýta til þess að koma höggi á Hillary.

Ekki leið á löngu þar til fólk áttaði sig á að það væri eitthvað verulega bogið við orðalag sumra tölvupóstanna og ekki væri allt með felldu. Meginstraums fjölmiðlarnir sýndu tölvupóstunum og málinu þó minni áhuga og töldu næsta víst að gagnalekinn kæmi frá Rússum og væri partur í herferð þeirra til þess að hafa áhrif á kosningarnar í Bandaríkjanna. Julian Assange var sagður ógn við þjóðaröryggi og Wikileaks sakað um að ganga erindi Rússa og vinna gegn lýðræðinu og réttarríkinu.

En um hvað snýst málið eiginlega og hvaða tengingu hefur þetta við Pizzastað í Washington DC? Pizzagate er líklega ein umtalaðasta og að sumra mati umdeildasta samsæriskenning síðari ára. Hugmyndin um stóran og þaulskipulagðan barnaníðshring valdamikilla einstaklinga í Washington sem hittist reglulega á fjölskylduvænum pizzastað og fremur þar mislindisverk og stundar þar satanískar helgiathafnir hljómar auðvitað eins og eitthvað úr frekar slæḿri bíómynd eða illa skrifaðri vísindaskáldsögu, en er kannski eitthvað til í þessu?

Af hverju ættu td háttsettir aðilar innan Demókrataflokksins og eigandi pizzastaðar stöðugt að vera senda tvíræða tölvupósta sín á milli þar sem þeir ræða flatbökur og pylsur? Hvers vegna halda svo margir demókratar fjáraflanir og safnanir á pizzastað sem fyrst og fremst er hugsaður fyrir börn og unglinga? Eru Demókratar bara svona rosalega mikið áhugafólk um borðtennis og tölvuleiki? Og hvernig er hægt að eyða 65000 bandaríkjadala í pizzur og pylsur á einni kvöldstund?

Er valda fólkið í Washington skipulega að misnota börn inni á veitingastöðum í Washington eða eru álhattar heimsins að missa sig í að reyna að ráða í eitthvað dulmál sem ekki er til staðar?

Þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, sem er fyrri hluti af tveimur, þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða hina mjög svo umdeildu en jafnframt ótrúlega áhugaverðu samsæriskenningu sem kennd hefur verið við Pizzagate.

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Hver kannast ekki við söguna um Titanic? Stærsta og glæsilegasta skipi sögunnar sem sigldi á ísjaka og sökk í sinni jómfrúarsiglingu frá Southampton í England til New York í Ameríku? En er sagan sönn?
Í þessari viku ræða félagarnir í Álhattinum lítt þekkta og ef til vill umdeilda samsæriskenningu um afdrif og örlög Titanic.
Getur verið að Titanic hafi í raun aldrei farist og að um annað skip hafi verið að ræða? Eða var Titanic grandað vísvitandi til þess að taka af lífi óþægilega einstaklinga sem stóðu í vegi J.P Morgan og viðskiptafélaga hans?
Hvort var Titanic ótrúlega óheppilegt slys eða þaulskipulagt tryggingasvik? Hvað hefur þetta með seðlabanka Bandaríkjanna að gera? Hvernig blandast Hersey súkkulaði inn í málið og hvað varð um systurskipin Olympic og Brittanic eftir atvikið hörmulega?
Málsmetandi aðilli þáttarins er Bjarni Jónsson tónlistar spekúlant, frumkvöðull og athafnamaður sem hefur m.a komið að skipulagi tónlistarhátíða á borð við secret solstice og komið á fót nikotínpúða fyrirtæki sem framleiðir cbd nikótípúða.

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Hvað eiga Katy Perry, Karl Breta konungur, Justin Bieber, George Bush og Bill Clinton sameiginlegt? Þau eru öll eðlufólk ef eitthvað er að marka David Icke og fylgjendur hans.

En hvað er eiginlega eðlufólk og hvaðan kemur það? Hvernig getum við aðgreint þau frá öðru fólki og hvað gengur þeim eiginlega til?

Kenningin um eðlufólkið, sem stundum er kallað geimeðlur, er líklega ein af furðulegri samsæriskenningum sem til eru en lifir þó góðu lífi og á sér merkilega marga fylgjendur. Svo marga fylgjendur að sjónvarpsstöðvar framleiða heilu þáttaraðirnar um kenninguna og fylgjendur hennar og reglulega er vísað í kenninguna í bíómyndum og annari dægurmenningu.

En er eitthvað sem raunverulega styður við kenninguna eða er þetta bara glórulaust en fyndið þvaður misvitra einstaklinga? Hvað hefur þetta td með blóðflokka að gera(ef eitthvað) og hversvegna fæðist sumt fólk með skott? Eru þau kannski afkomendur eðla? Tengist þetta jafnvel á einhvern hátt fornri menningu Egyptalands eða Mesopotamiu? Eða er þetta kannski bara eitt stórt peningaplokk og svikamylla og David Icke og félagar eru einungis að ganga erinda hulduaflanna og í raun gagngert og skipulega að reyna að kasta rýrð á samsæriskenningar og fylgjendur þeirra? Svo eru þau til sem segja kenninguna ekkert annað en dulbúið gyðingahatur.

Hvort sem að eðlufólk er til og hversu valdamikil sem þau eru í raun verður amk að viðurkennast að kenningin er í það minnsta áhugaverð þó sumt fólk kunni að kalla hana gjörsamlega galna.

Þetta er einmitt umfjöllunarefni nýjasta þáttarins af Álhattinum þar sem Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór reyna að ræða á eins vitrænan en jafnframt glórulausan hátt og á annað borð er hægt um þá kenningu að einhverskonar eðlufólk gangi á meðal vor og sé búið að koma sér fyrir í öllum krókum og kimum samfélagsins þar sem þau stjórna í raun öllu bakvið tjöldin. Allt frá stjórnmálum til skemmtanaiðnaðarins.

Hlekkir á ítarefni sem er til umræðu í þættinum:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Tungllending Bandaríkjamanna árið 1969 er að margra mati eitt stærsta afrek mannkynssögunnar eða í það minnsta mesta tækniundur 20.aldarinnar. En einnig eru til þeir einstaklingar sem einfaldlega kaupa ekki opinberu skýringuna og hreinlega neita því að mannfólk hafi nokkurn tíma stigið fæti á tunglið.
Í huga þessara Álhatta var einungis um einn allsherjar blekkingarleik og sjónarspil í boði Hollywood að ræða og Neil Armstrong Buzz Aldrin og Michael Collins ekki aðeins fóru aldrei til tunglsins heldur yfirgáfu þeir hreinlega aldrei gufuhvolf jarðar.
Hvernig stóð til dæmis á því að bandaríski fáninn gat gefið frá sér skugga í margar mismunandi áttir líkt og ljós kæmi úr mörgum áttum, þegar eina ljóstíran kom frá sólu? Voru tunglfararnir kannski með kvikmyndaljós með sér í ferðinni? Hversvegna blakti fáninn líkt og í rammíslenskri sunnanátt ef hann var í raun í þyngdarleysi á tunglinu
Hvernig gat eiginlega Neil Armstrong skilið eftir sig djúp fótspor í tunglinu ef tunglfarið sjálft, sem var töluvert stærra og þyngra, skildi enga djúpa gíga eftir sig? Hvernig í veröldinni þoldu hinir meintu tunglfarar allan þann bilaðslega kulda og gífurlega hita sem myndast getur á tunglinu og afhverju sjást engar stjörnur á himninum á neinum af þeim ljósmyndum sem þeir tóku í ferð sinni? Ættu stjörnurnar einmitt ekki að sjást betur úti í geimnum.
Hvað hafa heimsóknir tunglfaranna til Íslands árin 1965 og 1967 með þetta að gera, hvað í veröldinni er eiginlega þetta Van Allen belti og hvernig tengist þetta allt kvikmynda leikstjóranum Stanley Kubrick?
Er jörðin raunverulega hnöttótt eða er hún kannski kartöflulaga og hvernig stendur þá á því að allar myndir frá NASA sýna jörðina hnöttótta? Getur verið NASA séu að blekkja okkur?
Var um raunverulegt einstakt og stórkostlegt tækniundur og mannlegan sigur að ræða sem sameinaði heimsbyggðina alla? Eða voru bandarísk yfirvöld hreinlegar orðin þreytt á því að tapa geimkapphlaupinu fyrir Sovétríkjunum svo þeir settu á svið einn allsherjar leikþátt með hjálp Hollywood og kvikmyndatækni.
Þetta og svo margt, margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum þar sem Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn oh Ómar Þór ræða eina þekktustu og klassískustu samsæriskenningu fyrr og síðar. Sjálfa tungllendingu Bandaríkjamanna.

Hlekkir á ítarefni sem er til umræðu í þættinum:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Sjónvarpsþættirnir um Simpsons fjölskylduna eru einhverjir farsælustu þættir allra tíma og lang langlífustu þættir sem sýndir eru í dag.
Í rúm 30 ár hefur þessi gula og skondna vísitölufjölskylda og aðrir bæjarbúar Springfield skemmt áhorfendum með alls vitleysu og uppátækjum og mótað skopskyn fleiri kynslóða.
Út um allt á internetinu má finna greinar og myndbönd um allskonar atburði sem höfundar Simpsons fjölskyldunnar eiga að hafa spáð fyrir um.
Málsmetandi aðili þáttarins er Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur, fyrrverandi forseti borgarstjórnar og einn fremsti Simpsons sérfræðingur landsins.
Spádómar ræddir í hlaðvarpinu

Top 4 spádómar

Hlekkir á annað ítarefni sem er nefnt í þættinum:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Í þessum þætti af Álhattinum ræða Guðjón, Haukur Ísbjörn og Ómar þá margfrægu samsæriskenningu að bandaríski barnaníðingurinn, nauðgarinn og auðjöfurinn Jeffrey Epstein hafi verið strengjabrúða fyrir hulduöflin sem stjórna heiminum.
Það efast eflaust enginn um að Jeffrey Epstein hafi verið fantur og fúlmenni og líklega myndi flest fólk lýsa honum sem sturluðum og sóðalegum siðblindingja.
En hvað bjó að baki brotum hans og hvernig komumst hann og vinir hans upp með svona svæsin brot síendurtekið og ítrekað? Var Epstein einfaldlega djöfull í mansmynd með viðbjóðslegar og annarlegar hvatir sem hann leyfði sér að svala hömlulaust án þess að blikna eða bjó eitthvað meira að baki?
Hvernig stendur á því að millistéttarstrákur og húsvarðarsonur frá Brooklyn auðgaðist svo svakalega og hvernig í veröldinni komst hann í kynni við bókstaflega allt þotuliðið og elítuna?
Tónlistarfólk, kvikmyndastjörnur og stjórnmálaelítan fylktist í kringum hann og nánast kepptust við að kíkja í vafasöm teiti til hans og láta mynda sig með honum. Hversvegna? Hvað hafði Epstein að bjóða elítu elítunnar sem þau komust ekki auðveldlega í annarsstaðar og hvernig komst Epstein eiginlega í upphafi í tæri við þetta fólk?
Getur verið að Epstein hafi einungis verið strengjabrúða yfirvalda og starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna og/eða Ísrael? Var Epstein gagngert gerður út til þess að safna vafasömu myndefni af þotuliðinu að gera viðbjóðslega hluti svo hægt væri að beita þau fjárkúgunum með hótunum um afhjúpanir?
Hvernig stendur á því að öryggismyndavélar bandarískra yfirvalda eru alltaf að bila? Og hvernig fremur maður sem á að vera í einangrun og á sjálfsmorðsvakt sjálfsmorð?
Er opinbera skýringin á dauða Epstein sönn eða var honum einfaldlega komið fyrir kattarnef af illum myrkraöflum þotuliðsins til þess að útiloka að Epstein gæti kjaftað frá og afhjúpað viðbjóð elítunnar? Eða er Epstein ef til vill enn á lífi að njóta lífsins í vitnavernd á vegum stjórnvalda?
Málsmetandi aðili þáttarins er leikkonan, leikstjórinn, handritshöfundurinn, TikTok flippkötturinn og annar þáttarstjórnandi margrómaða hlaðvarpsins Boss Bitch Birna Rún Eirkíksdóttir.
Þetta og margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum.

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir eru gífurlega vinsælt afþreyingarefni og líklega eftirsóttasta dægurmenning samfélagsins. Iðnaðurinn veltir gífurlegum fjárhæðum og 5 stærstu kvikmyndaverin í Hollywood hafa ótrúlega mikil tök á samfélaginu öllu og ráða að stærstum hluta hvaða efni á upp á pallborð og erindi við almenning og hvað ekki.

Almenningur drekkur í sig þessa afþreyingu og hámhorfir af áfergju á nánast allt sem að streymisveiturnar og stóru stúdíóin senda frá sér. Enda fínasta dægrardvöl og oft á tíðum jafnvel fræðandi í leiðinni.

En getur verið að þessi dægurmenning sé ekki einunigs saklaust afþreyingarefni hannað til að stytta fólki stundir og okkur til yndisauka? Hvað ef Hollywood stúdíóin og streymisveiturnar eru að lauma duldum skilaboðum og jafnvel heilaþvotti í afþreyinguna til þess að ganga erinda eiganda sinna eða hulduaflanna?
Eru moldríku jakkafatakakkalakkarnir í Hollywood með stór plön og annarleg markmið um að stýra heiminum og umræðunni í ákveðna átt, svo þeir geti grætt enn meiri pening eða komið sínu fólki að í stjórnmálum?
Eða snýst þetta kannski bara um að reyna að gera gott bíó og þjóna almenningi með því að færa fólki það sem það vill?

Stýra fjölmiðlar samfélaginu eða endurspegla þeir einfaldlega samfélagið hverju sinni? Eða eru hin margumræddu hulduöfl allt í öllu í kvikmynda og skemmtanaiðnaðinum og ekki verður komist hjá því að lenda í heilaþvottavélum iðnaðarins?

Hverjir eiga í alvörunni þessar streymisveitur og kvikmyndaver og hversu mikil raunveruleg afskipti hafa þessir aðilar af efnistökum afþreyingarinnar? Ef einhver? Hittast oligarkarnir og peningapúkarnir reglulega í reykfylltum bakherbergjum og ræða hvaða woke málefni skuli sett á oddinn næst og hvaða hræðsluáróður skuli næst notaður til að stjórna fólki?

Þetta er einmitt umræðuefni nýjasta þáttarins af Álhattinum hvar þeir kumpánar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá áhugaverðu samsæriskenningu að Netflix og stóru Hollywood kvikmyndaverin séu heilaþvottavélar fyrir hulduöflin í samfélaginu.

HLEKKIR Á ÍTAREFNI:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Aaron Swartz einn stofnanda Reddit var sínum tíma, af mörgum talinn, einn fremsti forritari og hugsjónamaður heims, sem barðist af fullum þunga fyrir auknu tjáningarfrelsi, frjálsara interneti og betri veröld.
Ungur að árum vakti hann athygli fyrir gífurlegar gáfur og forritunar hæfileika og sem dæmi má nefna að strax á unglingsaldri átti hann þátt í að þróa RSS staðalinn og seinna var hann m.a hluti af teyminu sem kom á Creative Commons.
Þekktastur er hann þó eflaust fyrir baráttu sína gegn frumvörpunum SOPA og PIPA sem voru frumvörp sem hefðu takmarkað verulega athafnar og tjáningarfrelsi fólks á netinu. En þökk sé baráttu Aaron og fleiri þá tókst almenningi að stöðva frumvörpin ógurlegu.
Auk þess að brjótast inn í MIT háskólann og fela þar fartölvu sem hann hafði forritað sérstaklega til þess að stela gífurlegu magni af gögnum á ógnarhraða.
Fyrir þetta sóttu Bandarísk yfirvöld fast á hælar honum og hugðust draga Aaron fyrir alríkisdóm og skella honum í margra áratuga fangelsi. En á meðan Aaron beið réttarhalda sinna fremur hann öllum á óvörum sjálfvíg í búð sinni. Eða svo segir amk opinbera sagan sem yfirvöld vilja að við trúum.
En ekki eru allir sem kaupa þessa sögu yfirvalda og telja afar ólíklegt að Aaron hafi fallið fyrir eigin hendi. Getur kannski verið að Aaron hafi fundið eða séð eitthvað af gögnum sem ekki máttu líta dagsins ljós eða komast í hendur almennings? Hvernig tengist þetta hinum títtnefndu og margumræddu hulduöflum og hvað í veröldinni hefur Epstein góðvinur þáttarins með málið að gera?
Hversvegna valdi Aaron að brjótast inn í MIT en ekki einhvern annan háskóla og hvernig tengist þetta hinum gífurlega metnaðarfullu "góðgerðarverkefni" One Laptop Per Child?
Þetta, Julian Assange, Alexei Navalny og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum.
HLEKKIR Á ÍTAREFNI:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Árið 1996 var kindin Dolly klónuð fyrst allra dýra. Í kjölfarið vöknuðu allskyns siðferðis og álita spurningar um klónanir og afskipti og íhlutanir mannsins af náttúrunni almennt. Stuttu síðar var klónun manna bönnuð í Bandaríkjunum og í kjölfarið fylgdu flestar aðrar þjóðir heims í fóstbor þeirra.

En getur verið að þrátt fyrir blátt bann við klónun manna hafi fólk samt verið klónað? Hvað ef að frægum og valdamiklum einstaklingum hefur jafnvel verið skipt út fyrir klóna, sem láta auðveldlega af stjórn, og gera allt sem þeim er sagt þegjandi og hljóðalaust, líkt og strengjabrúður? Ef svo er, hvar eru þessir klónar geymdir á meðan þeir alast upp og vaxa úr grasi eða fæðast þeir kannski fullvaxta? Hver er það sem er að klóna þessa einstaklinga, hvernig og hversvegna? Hverra hagur er að það að skipta þessum aðillum út?

Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum velta þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór því fyrir sér hvort það sé mögulega búið að klóna fólk og þagað sé yfir því og skoða strákarnir líka hvort frægum og áhrifamiklum einstaklingum hafi jafnvel verið skipt út fyrir undirgefna klóna sem fylgja fyrirskipunum að ofan í blindni.

Strákarnir kynna sér líka hvað í veröldinni hönnunarbörn(e: designer babies) séu og hvernig yfirstéttarfólk á vesturlöndum sækir í auknu mæli í glasafrjóvganir í Kína og öðrum löndum, hvar þau geta “hannað sín eigin börn” með því að velja t.d hárlit, augnlit og önnur útlitseinkenni algjörlega eftir eigin höfði og smekk.

Gæti yfirstéttin og hulduöflin gert sjálf sig að ofurmanneskjum sem eru ónæm fyrir allskyns sjúkdómum sem munu herja á almenning í framtíðini? Verða krabbamein sykursýki og aðrir kvillar eingöngu áhyggjuefni okkar pöpulsins í framtíðinni á meðan valdaklíkan og fína fólkið lifir áhyggjulausu lífi laust við alla erfðagalla og hættulega sjúkdóma?

Þetta og svo margt margt fleira áhugavert í nýjasta þættinum Álhattinum.

HLEKKIR Á ÍTAREFNI:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Diana Frances Spencer, betur þekkt sem Díana prinsessa af Wales, var ein þekktasta og dáðasta kona veraldar seint á síðustu öld. Hún giftist Karli, þá bretaprinsi og nú konungi, í júlí 1981 og naut hún strax mikilla vinsælda á Bretlandseyjum og víðar. Hjá að er virtist öllum nema konungsfjölskyldunni.
Samband hennar og Karls var strax frá upphafi mjög óhamingjusamt og stormasamt og fljótt fóru að hvíslast út sögur um ótryggð og framhjáhald þeirra hjóna. En það var ekki bara stormasamt sambandið sem Díana vakti athygli fyrir. Því auk þess að þykja einstaklega vel gefin og máli farin þá þótti hún einnig einkar glæsileg og var hún talin ein fegursta kona Bretlands.
Eftir nokkur hræðilega erfið og óhamingjusöm ár í hjónabandi skyldu Karl og Díana að borði og sæng árið 1992 þó lögformlegum skilnaði hafi ekki lokið fyrr en 1996.
Eftir það voru bæði Karl og Díana mikið á milli tannana á fólki og stöðugt fjallað um þau í breskum götublöðum og fjölmiðlum.
Það var svo að kvöldi 31.ágúst 1997 sem Díana og elskhugi hennar Dodi Fayed létust í árekstri ásamt bílstjóra sínum, Henri Paul, í Pont de Alma göngunum í París. Upphaflega var talið að um slys vegna háskaaksturs væri að ræða, sem skrifa mætti á glæfralegan eltilingarleik undan ágengum blaðaljósmyndurum en síðar breyttist skýringin og skuldinni skelt á bílstjórann, sem var sagður hafa verið dauðadrukkinn og sótölvaður.
En hvað ef að ekki var um slys að ræða? Getur verið að áreksturinn hafi verið planaður af konungsfjölskyldunni til þess að taka Díönnu og Dodi úr umferð?
Var samband Díönnu og Dodi í óþökk fjölskyldunnar eða getur verið að pólitísk barátta Díönnu, td barátta hennar gegn jarðsprengjum, hafi verið það sem kom henni í koll?
Þetta og margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum.

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

bookmark
plus icon
share episode

Show more best episodes

Toggle view more icon

FAQ

How many episodes does Álhatturinn have?

Álhatturinn currently has 35 episodes available.

What topics does Álhatturinn cover?

The podcast is about Arts and Podcasts.

What is the most popular episode on Álhatturinn?

The episode title 'Tæknin til að klóna fólk er raunveruleg og stjörnum & stjórnmálafólki hefur verið skipt út' is the most popular.

What is the average episode length on Álhatturinn?

The average episode length on Álhatturinn is 120 minutes.

How often are episodes of Álhatturinn released?

Episodes of Álhatturinn are typically released every 14 days.

When was the first episode of Álhatturinn?

The first episode of Álhatturinn was released on Jun 30, 2023.

Show more FAQ

Toggle view more icon

Comments